Þjónusta

Upplýsingakerfi

Verkís hefur sinnt verkefnum á sviði upplýsingatækni í rúma hálfa öld.

Í upplýsingakerfum er sífellt verið að tengja saman kerfi frá ólíkum framleiðendum, eða verið að flytja gögn milli ólíkra hugbúnaðarkerfa.

Við höfum reynsluna

Verkís hefur unnið að þess háttar lausnum fyrir tæknigeirann, svo sem í orkuverum, iðnaði, heilbrigðisgeiranum og sjávarútveginum. Verkís hefur til dæmis útbúið milliforrit til að sækja upplýsingar úr sjálfvirkum mælitækjum og öðrum þess háttar búnaði og meðhöndla þau svo skiljanleg séu.

Verkís hefur gert samskiptaforrit sem gerir kerfisráði HS-Orku kleift að hafa samband við SACO liðaverndarbúnað í aðveitustöðvum og hannað og forritað gagnamiðil (e. gateway) fyrir sama kerfi. Einnig hefur Verkís forritað fjöldann allan af rafeindabúnaði fyrir almennan markað eða sérlausnir, svo sem stöðugleikavakt fyrir skip, hitarita fyrir skip og frystihús, öldumæla fyrir Siglingastofnun, slitmæli malbiks fyrir Vegagerðina og margt fleira.

Verkís hefur unnið í upplýsingatækni í rúma hálfa öld og þróað ýmiss konar lausnir fyrir tæknigeirann.

Þjónusta

  • Hönnun mælikerfa
  • Samskiptastaðlar
  • Samtenging upplýsingakerfa
  • Öryggismál upplýsingakerfa
  • Uppsetning og prófanir á endabúnaði

Verkefni

  • Siglingasofnun
  • Tengivirki Búðarhálsi
  • Sultartangavirkjun
  • Blönduvirkjun
  • Reykjanesvirkjun

Tengiliðir

Jón Pálmason
Rafmagnsverkfræðingur / Hópstjóri
Svið: Orka og iðnaður
jp@verkis.is