Þjónusta

CE merkingar

CE merking búnaðar snýr að öryggi starfsmanna og tryggir að framleiðandi hafi gert allt til að búnaðurinn sé öruggur.

Búnaður sem seldur er eða tekinn í notkun innan evrópska efnahagssvæðisins, EES, skal alla jafna vera CE merktur.

Dýrmæt aðstoð

Með CE merkingu ábyrgist framleiðandi að tiltekinn búnaður uppfylli lögformlegar kröfur um öryggi og heilsuvernd sem gerður er til hans. Það er því mikið og brýnt öryggismál að allur búnaður sé CE merktur til að tryggja öryggi starfsmanna á verkstað.

Það getur virst flókið og erfitt að CE merkja búnað, kerfi, vörur eða tæki. Mörgum einfaldlega fallast hendur við það verkefni. Sérfræðingar Verkís hafa hins vegar áralanga reynslu af því að uppfylla viðmið um CE samræmi. Með hjálp okkar verður þetta ferli eins einfalt og hægt er.

Verkís tekur að sér að yfirfara búnað viðskiptavina og meta hvað þurfi til svo að búnaðurinn uppfylli gildandi reglugerðir, tilskipanir og staðla. Við tökum einnig að okkur ráðgjöf og hönnun á nauðsynlegum breytingum og uppfærslum þannig að búnaðurinn uppfylli viðmið um CE samræmi.

Þjónusta

  • Samantekt á reglugerðum, tilskipunum og stöðlum sem búnaður þarf að uppfylla
  • Yfirferð á búnaði í notkun varðandi gildandi reglugerðir, tilskipanir og staðla
  • Hönnun á nýjum búnaði og skráningarferli
  • Hönnun breytinga og lagfæringa á búnaði
  • Gerð leiðbeininga, handbóka og tækniskjala
  • Áhættumat og öryggisúrbætur

Tengiliðir

Einar Sveinn Jónsson
Véla- og iðnaðarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
esj@verkis.is

Kristján G. Sveinsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Orka og iðnaður
kgs@verkis.is