Þjónusta

Önnur orkuvinnsla

Sérfræðingar Verkís eru með puttann á púlsinum þegar að kemur að óhefðbundnum orkugjöfum.

Verkís býður upp á þjónustu vegna orkuvinnslu úr óhefðbundnari orkugjöfum, svo sem sjávarföllum, gasþrýstifalli, lífrænu eldsneyti og lágvarma í tvívökvavirkjunum.

Framtíð í óhefðbundnum orkugjöfum

Sérfræðingar fyrirtækisins fylgjast vel með rannsóknum og þróun í nýtingu nýrra orkugjafa og orkubera og taka þátt í rannsóknarverkefnum eins og kostur er. Fyrirtækið býður ráðgjöf vegna rannsókna, hagkvæmniathugana, hönnunar, innkaupa, eftirlits og prófana. Þjónustuframboðið nær yfir öll fagsvið, mannvirki og búnað og sé þörf á frekari sérhæfðri þekkingu leitum við til erlendra samstarfsaðila fyrirtækisins.

Ljós er að mikilvægt er fyrir heimsbyggðina að búa að traustum orkugjöfum í hvaða formi sem þeir eru eða verða. Hröð þróun er í þessum geira og framtíðin er spennandi. Því leggja sérfræðingar Verkís ríka áherslu á að taka virkan þátt í þessari þróun og leggja sitt af mörkum til að stuðla að aukinni þekkingaröflun og rannsóknum á óhefðbundnum orkugjöfum.

Sérfræðingar Verkís fylgjast vel með rannsóknum og þróun í nýtingu nýrra orkugjafa og orkubera og taka þátt í rannsóknarverkefnum eins og kostur er.

Þjónusta

Verkefni

  • El Salvador, tvívökvavirkjun

Tengiliðir

Carine Chatenay
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Orka og iðnaður
cc@verkis.is