Þjónusta

Tengivirki og aðveitustöðvar

Þjónusta Verkís nær allt frá frumathugunum til prófana og spennusetningar ásamt úttektum og ástandsskoðunum.

Verkís hefur í áratugi unnið mikið á sviði raforkuflutnings fyrir helstu orku- og iðnfyrirtæki landsins, þá sérstaklega vegna tengivirkja, spenni- og aðveitustöðva. Einnig hefur fyrirtækið unnið að slíkum verkefnum erlendis, einkum í tengslum við virkjanaverkefni.

Löng reynsla

Reynsla fyrirtækisins nær til gaseinangraðra virkja (GIS) og lofteinangraðra virkja (AIS) inni og úti, á spennusviði frá 33 kV upp í 220 kV og að hluta á 400 kV.

Okkur hefur verið treyst fyrir mikilvægum verkefnum sem skipta sköpum fyrir íbúa á hverjum stað fyrir sig. Við kunnum vel að meta það traust.

Víðtæk þjónusta

Þjónusta fyrirtækisins snýr að öllum fagsviðum og allra mannvirkja og búnaðar í tengivirkjum, spenni- og aðveitustöðvum. Þar má nefna háspennubúnað, aflspenna, aflstrengi, launaflsbúnað, stöðvarbúnað, stjórn- og varnarbúnað, jarðvinnu, undirstöður og byggingarvirki hvers konar með tilheyrandi jarðskautum, lögnum og rafkerfum.

Þjónusta okkar snýr að öllum hönnunarstigum tengivirkja og aðveitustöðva, s.s. frumathugunum, verkhönnun, útboðshönnun, fullnaðarhönnun og deilihönnun eftir því sem við á í hverju tilviki.

Við sinnum einnig eftirliti með hönnun verktaka, eftirliti með prófunum verktaka, aðstoða á framkvæmdatíma og verkeftirliti. Við bjóðum einnig upp á þjónustu við úttektir og ástandsmat á eldri tengivirkjum og aðveitustöðvum.

Verkís hafa verið falin samfélagslega mikilvæg verkefni í raforkukerfum. Við stöndum undir traustinu með starfsfólki sem býr að langri reynslu og tileinkar sér nýjustu tækni á viðkomandi fagsviðum.

Þjónusta

  • Verkefna- og hönnunarstjórnun
  • Frum- og kerfisathuganir
  • Verk- og kostnaðaráætlanagerð
  • Umhverfismat, skipulagsmál og áhættugreining
  • Verkhönnun, lokahönnun, ástandsmat og rekstur
  • Gerð útboðsgagna, tilboða og samningsgerð
  • Verkeftirlit, úttektir, prófanir og gangsetningar

Verkefni

Tengiliðir

Helgi Þór Helgason
Rafmagnsverkfræðingur / Verkefnastjóri
Svið: Orka og iðnaður
hth@verkis.is

Jóhannes Ófeigsson
Rafmagnstæknifræðingur
Svið: Orka og iðnaður
jo@verkis.is