Þjónusta

Hönnunarstjórnun

Góð stjórnun hönnunar leggur grunninn að vel heppnaðri og árekstralausri framkvæmd.

Sérfræðingar Verkís hafa áralanga reynslu af hönnunarstjórnun og fylgja verkum eftir frá A til Ö.

Skilvirkt ferli

Byggingarreglugerð gerir ákveðnar kröfur til hönnunarstjóra. Verkís hefur á að skipa vel menntuðum og reyndum hönnunarstjórum og hefur þróað upp eigin aðferðafræði og verklagsreglur við stjórnun og samræmingu hönnunar þar sem byggt er á langri reynslu fyrirtækisins ásamt því að nota nýjustu aðferðir og tækni.

Í gegnum áranna rás höfum við tekið að okkur fjölbreytt verkefni þegar kemur að hönnunarstjórnun, jafnt lítil sem umfangsmikil. Gæði og öryggi eru okkur ávallt efst í huga og við tryggjum að hvert verk sé unnið samkvæmt ítrustu kröfum, í takt við nýjustu tækni og aðferðir sem völ er á.

Sérfræðingarnir okkar sjá til að mynda um skipulagningu og samræmingu hönnunar, skýrslugerð til opinberra aðila og öryggishönnun.

Þjónusta

  • Skipulagning hönnunar
  • Samræming hönnunar
  • Skýrslugerð til opinberra aðila
  • Öryggishönnun

Verkefni

Tengiliðir

Eiríkur Steinn Búason
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
esb@verkis.is

Grétar Páll Jónsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gpj@verkis.is