20/02/2018

Verkís segir frá umbótum í rekstri

Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun

Verkís leggur sig fram við að reka samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Undanfarin ár hafa markmiðin meðal annars snúist um að reyna að huga betur að innkaupamálum, að velja umhverfisvottaðar vörur þar sem það er hægt.

Verkís er aðili að Innkaupaneti Umhverfisstofnunar. Innkaupanetið er félagsskapur fyrirtækja sem vilja minnka umhverfisáhrif sín með því að leggja áherslu á vistvæn innkaup og gera árangurinn sýnilegan.

Í myndbandinu hér að neðan er rætt við Hauk Þór Haraldsson, viðskiptastjóra á Samgöngu- og umhverfissviði og Elínu Vignisdóttur, landfræðing en þau starfa bæði hjá Verkís. Þau segja frá umbótum í rekstri varðandi innkaup og samgöngur starfsfólks sem eru liður í að uppfylla markmið fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð.

Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun