Verkefni

Kubal álver

Kubal í Sundsvall er eini framleiðandi á áli í Svíþjóð og hefur framleiðslugetu upp á 120.000 tonn á ári.

Nánar um verkefnið

Verkefnið fólst í að breyta sextíu ára gömlu álveri úr svokallaðri Söderberg-tækni yfir í tækni sem byggir á forbökuðum forskautum og er sambærileg þeirri tækni sem íslensku álverin nota. Megin tilgangurinn var að gera álverið umhverfisvænna með minni útblæstri og betri vinnuskilyrðum fyrir starfsmenn.

Verkís annaðist verkefnastjórn, verkfræðiráðgjöf, áætlanagerð, útboðsgögn, rýni tilboða, þátttaka á fundum og samningagerð ásamt innkaupum frá söluaðilum erlendis sem innlendis á árunum 2006 til 2009. HRV hafði umsjón með framkvæmdinni en Verkís er leiðandi félag í HRV Engineering.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sundsvall, Svíþjóð

Stærð:

120.000 tonn á ári

Verktími:

2006-2009

 

Heimsmarkmið