Verkefni

Vaðlaheiðargöng

Vaðlaheiðargöng eru jarðgöng sem voru gerð undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð.

Með göngunum styttist vegalengd á milli Akureyrar og Húsavíkur um 15,7 km.

Nánar um verkefnið

Göngin eru 7,4 km löng milli Eyjafjarðar, gegnt Akureyri og Fnjóskadal. Með göngunum styttist vegalengd á milli Akureyrar og Húsavíkur um 15,7 km og ekki þarf lengur að fara fjallaveginn um Víkurskarð þar sem færð spillist gjarnan að vetrum.

Heildarlengd vegskála er um 320 m, 84 m Eyjafjarðarmegin og 224 m Fnjóskadalsmegin. Í göngunum eru 14 útskot, þar af fjögur snúningsútskot. Inni í göngunum eru fjögur steypt tæknirými og tvö við hlið vegskála. Jarðgöngin eru um 7,17 km löng í bergi og heildarlengd vegskála er 320 m, samtals 7,5 km. Þversnið er samkvæmt norskum reglum og nefnist T9,5, breidd þess er um 9,5 m í veghæð, þverskurðarflatarmál 66,7 m2. Verkið náði ennfremur til lagningar um 1,2 km langs vegar í Eyjafirði ásamt hringtorgi og um 2,9 km vegkafla í Fnjóskadal, eða samtals um 4,1 km. Í lagningu vega er einnig innifalin gerð vegtenginga á báðum stöðum.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Eyjafjörður

Stærð:

7,4 km

Verktími:

2011 – 2018

 

Heimsmarkmið