05/01/2018
Verkís leitar að fagstjóra brunahönnunar

Við erum að leita að reyndum brunahönnuði til að vera í forsvari fyrir ráðgjöf Verkís um brunahönnun og brunavarnir ásamt því að leiða brunahönnunarteymi okkar. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan einstakling.
Hlutverk og ábyrgð
- Vera í forsvari fyrir ráðgjöf Verkís í verkefnum á sviði brunahönnunar og brunavarna
- Faglegur leiðtogi brunahönnunarteymis Verkís
- Þátttaka í verkefnaöflun og tilboðsgerð vegna brunahönnunar og brunavarna
- Áætlanagerð og skipulagning verkefnavinnu í samvinnu við stjórnendur
Menntunar- og hæfniskröfur
- Meistarapróf í verkfræði með áherslu á brunahönnun
- Mikil reynsla af brunahönnun
- Ítarleg þekking á lögum og reglum sem gilda um brunavarnir mannvirkja
- Góðir stjórnunar- og skipulagshæfileikar
- Reynsla af notkun brunalíkana, t.d. FDS
- Reynsla af notkun teikniforrita, t.d. AutoCAD og Revit
- Gott vald á íslensku og ensku, þekking á Norðurlandamáli er kostur
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um á ráðningarvef Verkís í síðasta lagi 22. janúar n.k.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is