15/11/2018

Kynningarefni – bæklingar

Verkís bæklingar
Verkís bæklingar

Ein tegund kynningarefnis Verkís eru bæklingar sem dreift er í tilefni kynningar á fyrirtækinu.

Útgefnir bæklingar eru einnig aðgengilegir á rafrænu formi á heimasíðu Verkís, hér undir bæklingar.
Nýlega voru gefnir út fjórir nýir bæklingar, sem fjalla um þjónustu Verkís á sviði brunahönnunar, hljóðverkfræði, lýsingarhönnunar og innivist.

Brunahönnun
Hjá Verkís starfa teymi sérfræðinga á sviði brunahönnunar sem hafa mikla reynslu í markmiðshönnun flókinna mannvirkja. Markmið með brunatæknilegri hönnun er að uppfylla meginmarkmið byggingarreglugerðar um öryggi fólks og eigna gagnvart bruna.
Sjá nánar í bækling.

Hljóðverkfræði
Starfsfólk Verkís hefur mikla og víðtæka reynslu af hljóðvistarhönnun bygginga og hefur komið að hönnun og ráðgjöf margra stærstu bygginga landsins.
Sjá nánar í bækling.

Lýsingarhönnun
Lýsing er verkfæri til að eiga í sjónrænum samskiptum við umhverfið okkar. Nálgun Verkís á lýsingu snýst um að leiða saman vísindi, þekkingu og fagurfræði, þannig að hægt verði að fá sem bestu útkomu í hvaða verkefni sem er.
Sjá nánar í bækling.

Innivist
Starfsfólk Verkís hefur víðtæka reynslu af ráðgjöf m.t.t. byggingareðlisfræði og orkubúskaps bygginga, bæði á hönnunar- og rekstrarstigi.
Sjá nánar í bækling.

Verkís bæklingar
Verkís bæklingar