16/02/2018

Verkís leitar að rafkerfahönnuði

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólanám í rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafmagnsiðnfræði
  • Löggilding mannvirkjastofnunar sem raflagnahönnuður er kostur
  • Nám í rafvirkjun og reynsla af vinnu við raflagnir er kostur
  • Góð kunnátta á Autocad og Revit
  • Góð kunnátta í Excel og Word

Verkís vill ráða inn jákvæða einstaklinga með góða samskipta- og skipulagshæfni, sem hafa metnað, sýna frumkvæði í starfi og eiga auðvelt með að vinna með öðrum. Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og ensku og þekking á Norðurlandamáli er kostur.

Í samræmi við jafnréttisstefnu Verkís hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um.
 
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um á ráðningarvef Verkís fyrir 28. febrúar 2018 n.k.

Nánari upplýsingar veitir Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is

Rafkerfahönnuður
mynd_atvinna