28/08/2024

Skólpdælustöð í Naustavogi

Skólpdælustöð í Naustavogi

Tilraunarverkefni með nýjum lausnum

Verkís hefur lokið vinnu við stærstu og flóknustu fráveitustöð Veitna í Naustavogi. Verkefnið, unnið í samstarfi við Veitur, var ákveðið tilraunaverkefni þar sem nýjar lausnir voru prófaðar, meðal annars ATEX vottun vegna sprengjuhættu og “Hot Standby Redundant” stýrivélakerfi. Þetta nýja stýrivélakerfi eykur rekstraröryggi stöðvarinnar þar sem bilun í einni stýrivél hefur ekki áhrif á rekstur stöðvarinnar.

Öflug dælutækni og viðhald án stöðvunar

Skólpdælustöðin er búin fjórum 75kW dælum sem saman geta dælt 2000 l/s. Sérhæfð skolunarprógrömm koma í veg fyrir uppsöfnun sets í pípulögnum. Tvær þrær í stöðinni gera kleift að viðhalda stöðinni án þess að stöðva reksturinn, sem tryggir samfelldan rekstur jafnvel meðan á viðhaldi stendur. Til að auka öryggi hefur einnig verið sett upp díselrafstöð sem tryggir aðgang að rafmagni í neyðartilvikum.

Framkvæmdir og prófanir í tveimur áföngum

Verkís tók við verkefninu af Eflu sem sá um frumhönnun. Verkís kláraði hönnunina, fylgdi eftir gangsetningu og framkvæmdi FAT (Factory Acceptance Test) og SAT (Site Acceptance Test) prófanir. ATEX vottun stöðvarinnar tryggir strangar öryggiskröfur á sprengjuhættusvæðum. Stöðin var tekin í notkun í tveimur áföngum, fyrst sumarið 2023 og síðan fullbúin í byrjun árs 2024. Verkís er stolt af að hafa tekið þátt í þessu mikilvæga framfaraverkefni fyrir fráveitukerfi höfuðborgarsvæðisins.

 

Heimsmarkmið

Skólpdælustöð í Naustavogi