Verkís hannar iðn- og véltækniskóla á Grænlandi

Verkís og S&M Verkis, dótturfélag Verkís á Grænlandi, hafa verið valin ásamt arkitektastofunni KHR í Danmörku til að hanna iðn- og vélskóla í Sisimiut á Grænlandi. Verkís og S&M Verkis sjá um verkfræðihönnun.
Sex öflug og reynslumikil teymi tóku þátt í forvali vegna hönnunar skólans og voru þrjú valin til að halda áfram í næsta áfanga. Teymi Verkís, S&M Verkís og KHR var eitt þeirra og var teymið að lokum valið til að hanna skólann.
Skólinn mun geta tekið á móti 100 – 150 nemendum. Einnig verður hægt að nota húsnæðið sem aðstöðu fyrir fundi og ráðstefnur.
Verkkaupi er ríkisstjórn Grænlands. Áætluð verklok eru í lok árs 2023.
Þessa dagana vinnur Verkís að verkfræðihönnun stærsta skóla Grænlands og er það verkefni einnig unnið með S&M Verkis og KHR í Danmörku.
Heimsmarkmið
