06/09/2019

Verkís leitar að starfsmanni í stjórnkerfahóp Orkusviðs

Atvinnaauglýsing
Atvinnaauglýsing

Við erum að leita að verk- eða tæknifræðingi með iðnmenntun eða reynslu í vinnu við stjórnkerfi.

Vinnan felst einkum í gerð teikninga og forritun stýrivéla í iðnaði, veitukerfum, virkjunum og tengivirkjum.
Prófanir og gangsetningar kerfa á verkstað eru einnig hluti af verkefnum hópsins.

Verkís er öflugt og framsækið ráðgjafafyrirtæki sem býður fyrsta flokks þjónustu á öllum sviðum fyrirtækisins. Hjá Verkís starfa yfir 300 manns að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum á Íslandi og erlendis.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um að ráðningarvef Verkís. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Við hvetjum jafn konur sem karla til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 22. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, egs@verkis.is

Atvinnaauglýsing
Atvinnaauglýsing