Verkís og Svarmi á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar
Verkís ásamt Svarma tók þátt í Degi stafrænnar mannvirkjagerðar í Hörpu í vikunni. Fyrirtækin tóku þátt saman með bás á sýningarsvæði þar sem sérfræðingar frá báðum aðilum stóðu vaktina í básnum og tóku þátt í ráðstefnunni.
Áherslan á básnum var bætt umsjón gagna í tengslum við undirbúning og eftirfylgni mannvirkjagerðar, með áherslu á umhverfisgögn, ljósmyndir og kortagögn. Á skjá var sýnt frá viðtölum og DATACT hugbúnaðinum sem Svarmi hefur þróað, þar sem tekið er saman innsýn í kerfið og reynslusögur.
Verkís og Svarmi hafa starfað saman til fjölda ára og var áherslan lögð á að segja frá samstarfi fyrirtækjanna tveggja, frá eldgosinu í Grindavík og uppbyggingu varnargarða og þeim áskorunum sem fylgir því að vinna með stór gögn og lítinn tíma. Farið var yfir það hvernig stór landsvæði voru mæld með drónum ásamt því að koma þessum risastóru gögnum til skila, með eins skjótum hætti og hugsast getur til hönnuða og annara tengdra viðbragðsaðila.