gps

FLÖSKUSKEYTI - Let's Pick up Trash!

Let´s pick up trash - An eleven year old boy from Iceland has important message to the world

This project is a collaboration between Atli Svavarsson, 11 years old boy in Reykjavík, Verkís and Ævar the Scientist. Atli is 11 years old boy from Reykjavík and he thinks it´s very important for everyone to pick up trash. He put very remarkable message in a bottle and then it was thrown in the ocean by Iceland. Verkís designed and produced the bottle to make it easier for his message to find it's way to the world. The bottle is equipped with a satellite transmitter that provides its location every six hours via a GPS receiver.
See the message from Atli here.

Mynd-af-AS_1--ID-41065-

Tínum rusl! - Skilaboð ellefu ára drengs til heimsins

Atli Svavarsson, ellefu ára drengur í Reykjavík, Verkís og Ævar vísindamaður ákváðu að taka höndum saman og senda flöskuskeyti með mjög mikilvægum skilaboðum á haf út. Atli leggur mikla áherslu á að týna rusl og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Verkís hannaði og smíðaði skeyti og Atli og Ævar vísindamaður komu skilaboðum Atla fyrir í skeytinu. Flöskuskeytið er útbúið með GPS-staðsetningarbúnaði og gervihnattasendi sem gerir fólki kleift að fylgjast með ferðalögum þess. 

Árið 2017 stofnaði Atli verkefnið #SaveTheWorld en það felst í því að fara út og tína rusl úr náttúrunni. Hann hafði horft á þátt í sjónvarpinu með pabba sínum þar sem Ævar vísindamaður sagði að ef allir legðu sitt af mörkum væri hægt að bjarga heiminum. Atli var því ekki lengi að finna gott nafn fyrir verkefnið sitt. 

„Ég, pabbi og mamma förum alltaf reglulega að tína rusl. Ég tíni líka rusl þegar ég labba heim úr skólanum. Það er mikið af rusli sem þarf að tína upp sem er leiðinlegt af því að plastið fýkur í sjóinn. Fiskar, fuglar og hvalir borða plastið og dýrin geta dáið. Ég hef séð myndir af dánum hvölum og fuglum sem er hræðilegt,“ segir Atli meðal annars í mikilvægum skilaboðum sem hann kom fyrir í skeytinu.  

Skeytið komið í hendur Atla.

Flöskuskeytið fannst í norður Noregi.

,,Ég vil að flöskuskeytið fari til Svalbarða"

Flöskuskeytið strandaði við Herdísarvík en hefur verið sjósett að nýju .

Atli Svavarsson sendi flöskuskeytið frá landi.