gps1

Plast og rusl á hafsvæðum norðurslóða –Plastic in a BOttle

PAME sjósetti flothylki til að sýna fram á hvernig rusl getur ferðast til og frá norðurslóðum

ENGLISH BELOW

Umhverfisráðherra með flöskuskeyti

Umhverfisráðherra varpar flothylki í sjóinn 

Fimmtudaginn 12. september 2019 sjósetti Pame, starfshópur innan Norðurskautsráðsins sem sinnir verkefnum tengdum verndun á hafsvæðum norðurslóða, flothylki í samvinnu við Umhverfs- og auðlindaráðuneytið, Landhelgisgæsluna og verkfræðistofuna Verkís. Flothylkið er búið GPS-staðsetningarbúnaði og gervihnattasendi sem gerir fólki kleift að fylgjast með ferðalögum þess. Það var Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sem varpaði skeytinu í hafið frá varðskipinu Þór við Reykjanes.

Markmiðið er að sýna fram á hvernig rusl í hafinu getur ferðast til og frá norðurslóðum, jafnvel milli heimsálfa, yfir langan tíma. Vonast er til að verkefnið muni stuðla að aukinni þekkingu og meðvitund um rusl í hafinu, ekki síst plasti.

Verkís hefur áður komið að svipuðum verkefnum, þ.e. sent skeyti á haf út til að vekja athygli á umhverfismálum. Markmiðið hefur verið að vekja athygli á því að að það sem fer í sjóinn hverfur ekki, heldur ferðast um heimsins höf og rekur á strandir annars staðar. Sem dæmi má nefna að eitt skeytanna ferðaðist yfir 5.000 kílómetra og kom að landi í norður Noregi, tæplega hálfu ári eftir að því var kastað í hafið.

Rusl og mengun í hafi er vaxandi vandamál og hefur eitt af verkefnum PAME síðastlin ár verið úttekt á rannsóknum og umfangi plasts og annars rusls á hafsvæðum norðurslóða. Með formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu 2019 – 2021 mun PAME vinna að svæðisbundinni aðgerðaáætlun fyrir plast og annað rusl á hafsvæðum norðurslóða.

Pame (Protection of the Artic Marine Environment) er einn af sex vinnuhópum Norðurskautsráðsins sem er samstarfsvettvangur ríkjanna átta á norðurslóðum. Löndin eru Kanada, Bandaríkin, Rússland, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Ísland. Vinnuhóparnir gegna mikilvægu hlutverki í starfsemi ráðsins en PAME sinnir málefnum sem varða verkefni tengdum verndun hafsvæða á norðurslóðum. PAME stuðlar að sameiginlegum rannsóknarverkefnum, samræmir verkefni og gögn, sinnir stefnumótun og miðlar niðurstöðum og upplýsingum til Norðurskautsráðsins, vísindamanna, alþjóðlegra stofnanna og annarra er láta sig málaflokkinn varða. Verkefni PAME eru fjölþætt, en snúa meðal annars að siglingum á norðurslóðum og verndun hafsvæða þess. 

Sjá einnig:
Verkefnið á heimasíðu PAME 
Formennska Íslands í Norðurheimskautsráðinu
Heimasíða Umhverfis- og auðlindaráðuneytis
Heimasíða Landhelgisgæslunnar

Fjallað var um verkefnið í Tíufréttum RÚV 12. september 2019 (Fréttin hefst á mínútu 4.55)
Frétt umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um verkefnið.
Frétt mbl.is: Sjósetti flothylki til að sýna ferð plasts í sjó

Fréttir um eldri skeytaverkefni Verkís:
Flöskuskeytið fannst í Norður-Noregi
Flöskuskeytið fannst við Breiðdalsvík
Flöskuskeyti notuð til að kortleggja vetrarstöðvar svartfugla

 - - - 

IMG_2522-Flothylki

PAME releases first ‘plastic in a bottle'

Icelands's Minister for the Evironment and Natural Resources, Guðmundur I. Guðbrandsson, dropped a bottle into the Artic 12th of September 2019. PAME (The Arctic Council's Protection of the Arctic Marine Environment) teamed up with the minister, Verkís and the Icelandic Coast Guard, aiming to simulate how marine litter and plastics travel far distances into and out of Artic waters. The bottle is designed and constructed by Verkís.

The bottle is the first one of a few bottles PAME aimes to drop in different areas across the Arctic. The bottle is equipped with a satellite transmitter that provides its location every twelve hours via a GPS receiver, enabling viewers to observe the journey of the bottle. The collected data will feed into a regional action plan on marine litter and serve as an outreach tool to create awareness around the growing concerns on marine litter in the Arctic.

Iceland currently holds the Chairmanship of the Arctic Council until 2021 and places a special focus on marine litter and plastics in the Arctic. The saying “out of sight, out of mind” does not apply to litter that has made their way into the ocean. Currents, streams, waves and wind carry marine litter across the seas. Neither the deep sea nor beaches in the Arctic are exempt from this pollution. However, when it comes to how plastics travel into and out of Arctic waters, our knowledge on the trajectories of this marine litter remains limited. With this capsule PAME is seeking to gain valuable information to better understand this problem.

Tackling the issue of marine litter and especially plastics in the Arctic is one of the Arctic Council's priorities during Iceland's Chairmanship. At the end of its Chairmanship in May 2021, Iceland plans to provide a comprehensive regional action plan on marine litter and plastics in the Arctic to the Ministers of the Arctic Council.

Verkís has been involved in similar projects in the past and has seen its bottles travel thousands of miles across the Atlantic Ocean for well over a year – reaching Norway, Scotland and the Faroe Islands after being released from Iceland. Arnór Þór Sigfússon, animal ecologist, Ármann E. Lund, mechanical engineer B.Sc. og Vigfús Arnar Jósefsson, mechanical engineer designed and constructed the bottle of behalf of Verkís.

Once washed ashore, a message inside the bottle will instruct the finder what to do with the bottle.

#PlasticInABottle