Byggingar
  • Háskólinn í Reykjavík

Byggingar

Verkís býður alhliða ráðgjafarþjónustu í tengslum við byggingar og veitir húsbyggjendum, húseigendum og framkvæmdaaðilum alla tæknilega ráðgjöf sem lýtur að mannvirkjagerð, allt frá undirbúningi til fullkláraðs verks. 

Auk alhliða verkfræðihönnunar er meðal annars um að ræða þarfagreiningu, gerð verk- og kostnaðaráætlana, verkeftirlit og verkefnastjórn vegna byggingaframkvæmda, en einnig ráðgjöf vegna reksturs og viðhalds mannvirkja. Þjónusta okkar snýr m.a. að atvinnuhúsnæði, íbúðarhúsnæði, íþróttamannvirkjum, s.s. knattspyrnu- og frjálsíþróttavöllum, íþróttahöllum, sundlaugum, iðnaðarhúsnæði, orkumannvirkjum, heilsugæslu, sjúkrahúsum og skólum auk hvers kyns annarra opinberra bygginga. 

Einnig sérhæfum við okkur í þjónustu vegna viðhalds og reksturs mannvirkja, orkusparnaðar og vistvænnar hönnunar (BREEAM).

Með það að markmiði að auka gæði og hagkvæmni hönnunar beitir Verkís BIM aðferðarfræðinni (PDF) þegar við á. Lögð er áhersla á að aðlaga BIM ferla að þörfum viðkomandi verkefnis til að lágmarka sóun. Verkís hefur komið að mörgum BIM verkefnum á Íslandi og í Noregi.

Til allra þessara hlutverka bjóðum við hóp af fólki með sérþekkingu á hverju sviði fyrir sig.  Með því að treysta Verkís fyrir verkefninu öðlast verkkaupi aðgang að allri þessari þjónustu á einum stað, nákvæmlega í samræmi við það sem verkefnið hefur þörf fyrir.

Flosi_sig_h3

 

Tengiliður:
Flosi Sigurðsson
Viðskiptastjóri byggingarsviðs
Byggingarverkfræðingur
fs@verkis.is