Eignaskiptayfirlýsingar
Eignaskiptayfirlýsing er samningur um hlutfallsskiptingu eignarhluta húss. Hún segir til um skiptingu rýma í séreign, sameign allra og sameign sumra. Hún segir til um hlutdeild eignahluta í sameignum og skiptingu viðhalds- og rekstrarkostnaðar gagnvart eignarhlutum húss og lóðar.
Hvenær á að gera eignaskiptayfirslýsingu?
Eignaskiptayfirlýsingu skal gera fyrir öll fjöleignarhús og lóðir þar sem ekki er til fullnægjandi eldri þinglýstur eignaskiptasamningur. Eigendur geta einnig farið fram á að gerð verði ný eignaskiptayfirlýsing sé grunur um að eignahlutum sé ekki rétt skipt upp í fyrri eignaskiptayfirlýsingu, hún ófullnægjandi eða í bága við ófrávíkjanleg lög.
Hvað kemur fram í eignaskiptayfirlýsingu?
Í eignaskiptayfirlýsingu kemur fram almennt lýsing á húsi og lóð, forsendur fyrir gerð hennar og gögn sem hún er byggð á og fylgja henni. Nákvæm skipting húss skal kom afram og hvað tilheyrir hverri eign í séreign, sameign allra og sameign sumra. Hvað hver á að greiða af hitaveitureikningum sé um einn sameiginlegan hitamæli að ræða í húsinu og hvernig á að skipta greiðslum rafmagns fyrir sameignir og fleira. Kvaðir á eignum og lóð, svo og önnur frávik sem kunna að hvíla á fjöleignarhúsinu og lóð þess, koma einnig fram í eignaskiptayfirlýsingunni.
Eignaskiptayfirlýsingar eru unnar í samræmi við reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar nr. 910/2000.
Verkís gerir áætlun í kostað við gerð eignaskiptayfirlýsinga eigendum að kostnaðarlausu og bíður eigendum upp á alla aðra þjónustu sem tengist gerð eignaskiptayfirlýsinga.
- Flosi Sigurðsson
- Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
- Svið: Byggingar
- fs@verkis.is
- Arnór Már Guðmundsson
- Byggingarverkfræðingur
- Svið: Akranes
- amg@verkis.is
Þjónusta
- Gerð eignaskiptayfirlýsinga
- Gagnaöflun
- Samanburður eldri teikninga við hús
- Gerð skráningartöflu
- Uppmæling húss
- Gerð reyndarteikninga af húsi