Þjónusta

Hleðsla rafbíla - Þjónusta

AstandsskodunVið ástandsskoðun mætir sérfræðingur frá Verkís á staðinn til þess að meta aðstæður og búnað. Í skoðuninni skoðum við sérstaklega fyrirkomulag bílastæða, lagnaleiðir fyrir rafstrengi, fyrirkomulag og pláss í aðaltöflu ásamt stærð heimtaugar. Ástandsskoðun veitir mikilvægar upplýsingar vegna hönnunar á hleðsluaðstöðu.
Hledslumoguleikar_1557913857952

Við uppsetningu hleðsluaðstöðu þarf að skoða vel aðstæður á staðnum. Gerð hleðsluaðstöðunnar þarf að velja með hliðsjón af búnaði í aðaltöflu, stærð heimtaugar, aðgengis og fyrirkomulags bílastæða. Mikilvægt er að hleðsluaðstöðunni sé komið fyrir í sátt við nágranna.

KostnadaraaetlunVið gerð kostnaðaráætlunar taka sérfræðingar Verkís saman heildarkostnað vegna uppsetningar hleðsluaðstöðu ásamt því að lýsa mismunand liðum framkvæmdar. Við bjóðum upp á tvenns konar kostnaðaráætlun. Annars vegar grófa kostnaðaráætlun sem er skjótur og ódýr kostur sem gefur góða hugmynd um heildarkostnað framkvæmdar við uppsetningu hleðsluaðstöðu. Hins vegar nákvæma kostnaðaráætlun er einungis gerð í framhaldi af hönnun og gefur nákvæmari mynd af heildarkostnaði.

Maeling2Við álagsmælingu og vöktun á heimtaug mæla sérfræðingar Verkís núverandi álag og notkunarmynstur á rafmagnsstreng að aðaltöflu. Þetta er lykilatriði við skipulagningu á hleðsluaðstöðu þar sem álag getur verið ójafnt milli fasa á hús og gefur álagsmæling rétta mynd af þeirri dreifingu. Með þessum upplýsingum má meta hversu miklu afli má bæta við heimtaug án þess að hún yfirlestist, þ.e. að of mikið álag myndist. Að mati Verkís ætti viðbætt álag vegna rafbílahleðslu að vera innan flutningsgetu heimtaugar við flestar aðstæður. Með einfaldri aðgerð má þó mæla álag og tryggja öruggan aðgang íbúa að raforku.

Honnun-og-val-a-bunadi

Hönnun rafhleðsluaðstöðu fyrir þínar aðstæður. Verkís býr yfir mikilli þekkingu þegar kemur að hönnun bygginga, lóða og rafkerfa. Starfsfólk okkar hefur áratugalanga reynslu af allri hönnun sem viðkemur framkvæmdum. Einnig sér Verkís um umsýslu teikninga og annarra gagna til byggingarfulltrúa, óski viðskiptavinur eftir því.

Uttekt_1557916160655

Verkís býður upp á úttekt á uppsettum kerfum. Sérfræðingur kemur í heimsókn og tekur út uppsett kerfi. Boðið er upp á úttekt í beinu framhaldi af uppsetningu kerfis sem hannað er af Verkís en einnig er mögulegt að panta úttekt á kerfi sem er ekki hannað af Verkís. Gengið er úr skugga um að hönnun, uppsetning, frágangur og notkun sé eðlileg og örugg. Þá er búnaður í rafmagnstöflu einnig yfirfarinn og gengið úr skugga um að réttur varbúnaður sé notaður.