Borgarveran

Sýning

2017

Borgarveran, sýning

Norræna húsið, Sæmundargötu 11, 101 Reykjavík.

Íslensku Lýsingarverðlaunin: Opinn flokkur.

Sýningin var haldin árið 2017

Lýsingahönnun: Verkís lýsingarteymi
verkis@verkis.is

Samstarfsaðilar og aðrir hönnuðir

Sýningarstjóri og sýningarhönnuður: Anna María Bogadóttir.
Grafísk hönnun, plakat og veggtextar: Snæfríð Þorsteins.
Samstarfsaðilar: Reykjavíkurborg, Skipulagsstofnun, Listaháskóli Íslands.
Verkefnisstjóri: Kristín Ingvarsdóttir.
Framleiðandi: Norræna húsið.
Myndir: Vigfús Birgisson.

 

Lýsingarteymi Verkís hannaði lýsingu sýningarinnar Borgarveran sem haldin var í kjallara Norræna hússins í Reykjavík árið 2017.

Á sýningunni er skyggnst inn í innviði borgarinnar, sýnilega og ósýnilega, ofanjarðar og neðanjarðar, náttúrulega og manngerða. Um leið er velt upp hugmyndum um borgina og veruna í borginni. Valin verk samtímahönnuða og myndlistarmanna eru sett í samhengi og samtal við eldri hugmyndir og drauma um borgina. Sótt er í ólíka miðla, verkfæri og aðferðir sem varpa ljósi á það hvernig við mótum borgina og hvernig borgin mótar okkur.

Ljóskastarar voru notaðir til að leggja áherslu á hlutina sem voru til sýningar. Til að ná fram réttri áherslu var ákveðið að hafa mismunandi dreifingu ljóss í kösturunum. Styrkur ljósgjafans var stilltur með tilliti til þess að skapa réttar andstæður í rýminu. Þetta var í takt við efni sýningarinnar þar sem mikil áhersla er lögð á andstæður.

Á sýningunni voru sýndar útstillingar sem settar voru sérstaklega upp fyrir hana. Óbeinni lýsingu og baklýsingu var komið fyrir í útstillingunum. Mjúk, hreyfanleg lýsing var sett við valið verk, þar sem ætlunin var að bæta róandi, en þó lifandi andrúmslofti, við verkið.