Glerártorg

Verslunarmiðstöð

2017

Glerártorg, verslunarmiðstöð

Gleráreyrum 1, 600 Akureyri

Lit awards 2017: Honorable mention

Lýsingin var tekið í notkun árið 2017

Aðkoma Verkís: Lýsingarhönnun
verkis@verkis.is

SAMSTARFSAÐILAR OG AÐRIR HÖNNUÐIR

Arkís
Raftákn
Stefán Agnar (Jóhann Ólafssson & Co).

Glerártorg lýsing
  • Glerártorg lýsing

Verslunarmiðstöðin Glerártorg reis í tveimur áföngum á Akureyri á árunum 2000 – 2008. Um er að ræða stærstu verslunarsmiðstöð Íslands utan höfuðborgarsvæðisins og stendur hún í útjaðri miðbæjarins. Lýsingarteymi Verkís hannaði lýsingarkerfi á framhlið byggingarinnar.

Akureyri er á sextugustu og fimmtu breiddargráðu og eru veturnir því langir og dimmir. Við hönnun lýsingarinnar var tekið tilliti til þessa þátta en leitast var við að hönnun hússins fengi að njóta sín sem best. Lýsing framhliðarinnar var vandlega samþætt við hönnun og form byggingarinnar, og með því komið í veg fyrir óþarfa ljósmengun. Lýsingin þurfti að vera hagnýt og gera gestum þannig kleift að geta gengið um vel upplýst svæði fyrir utan bygginguna.

Lýsingarkerfið býður upp á marga spennandi möguleika til að glæða húsið lífið og er meðal annars hægt að lýsa húsið upp með hinum ýmsu litum eftir mismunandi tilefnum. Húsið var meðal annars lýst upp með bleikum lit í október til að vekja athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini gegn konum.