Laugavegur 13

Verslun

2017

Lýsing fyrir Laugaveg 13,
101 Reykjavík

Gullkúnst Helgu / Hjalti Geir Kristjánsson. 

Lýsingin var tekin í notkun árið 2017

Aðkoma Verkís: Lýsingarhönnun
verkis@verkis.is

SAMSTARFSAÐILAR OG AÐRIR HÖNNUÐIR

Jóhann Ólafsson & Co.
Myndir: Rax

Laugavegur

Húsið að Laugavegi 13 í miðbæ Reykjavíkur var reist árið 1953. Arkitekt hússins var Gunnlaugur Pálsson og byggingameistarar Haraldur Bjarnason og Guðbjörn Guðmundsson. Árið 2017 stóðu yfir viðgerðir og viðhald á húsinu en jafnframt var ákveðið að lýsa húsið upp. Húsið var endurnýjað í upprunalegri mynd en það er steinað eins og mörg önnur hús í miðbænum, svo sem Þjóðleikhúsið og Arnarhvoll.

Lýsingarteymi hannaði lýsinguna með einkennandi form byggingarinnar í huga. LED borðum, í álprófílum, var komið fyrir ofan á skyggninu á milli fyrstu og annarrar hæðar hússins, sem lýsa upp veggi byggingarinnar.

Mikil áhersla var lögð á að vanda staðsetningu ljósanna til að tryggja að lýsingin yrði jöfn á veggjunum en ljósin myndu jafnframt lýsa upp efri brúnir veggjanna. Sérstökum aukabúnaði var bætt við ljósin til að koma í veg fyrir að lýsingin truflaði íbúa í nærliggjandi byggingum.

Húsið er eitt það stærsta í miðbænum. Það er á fjórum hæðum og teygir turn sig sex hæðir upp. Tveimur lömpum til viðbótar var komið fyrir efst á húsinu til að fullkomna lýsingu hússins, ásamt því að gera það að upplýstu kennileiti í borginni.