Stjórnarráð Íslands

Lækjartorg

2017

Stjórnarráð Íslands

Við Lækjartorg, 101 Reykjavík. Íslenska ríkið.  

Lýsingin var tekin í notkun árið 2017

Aðkoma Verkís: Lýsingarhönnun og stjórnbúnaður
verkis@verkis.is

SAMSTARFSAÐILAR OG AÐRIR HÖNNUÐIR

Verktaki: Góðir menn ehf

Stjórnarráðið lýsing

Stjórnarráð Íslands stendur í miðbæ Reykjavíkur. Það var byggt á árunum 1765 og 1770 og er þekkt kennileiti. Lýsingarteymi Verkís hannaði nýtt lýsingarkerfi fyrir húsið en með því var lögð áhersla á að sýna bygginguna með reisn en bera jafnframt virðingu fyrir arkitektúr hennar. Um er að ræða lýsingu á öllum hliðum byggingarinnar nema bakhliðinni, lýsingu við stytturnar tvær sem standa fyrir framan hana og lýsingu við göngustíg fyrir framan húsið.

Lýsingarkerfið er byggt á LED-ljóskösturum sem komið var fyrir í jörðinni við húsið. Kastararnir lýsa beint upp í loftið. Á framhlið hússins eru tvær gluggaraðir, á fyrstu og annarri hæð og teygja ljósrákirnar sig upp eftir gluggunum og á milli þeirra.

Fjarlægð kastaranna frá húsinu var vandlega reiknuð en hafa þurfti í huga að hún væri nógu löng svo ljósið dreifðist jafnt upp eftir veggnum. Lýsingarkerfið býður upp á sýna fleiri liti en hinn hefðbundna hvíta. Hægt er að sýna mismunandi liti í hverjum kastara og þannig er meðal annars hægt að mynda íslenska fánanna með bláum, rauðum og hvítum ljósrákum. Þegar ljóskösturunum var komið fyrir þurfti að huga að því að þeir voru hæfilega nálægt hver öðrum svo litasamsetningin myndi njóta sín.

Ljósunum er stýrt í gegnum smáforrit í spjaldtölvu en þar er hægt að stýra birtustyrk og lit hvers og eins ljóss, en einnig öllum ljósunum saman. Þrjátíu og tvö DMX-RGBW ljós frá fyrirtækinu iGuzzini lýsa upp húsið og sex Dali-RGBW ljós lýsa upp stytturnar tvær.