Sundhöll Reykjavíkur

Almenningssundlaug

2017

Lýsing fyrir nýbyggingu Sundhallar Reykjavíkur

Barónstígur 1, 101 Reykjavík. Reykjavíkurborg.

Lýsingin var tekin í notkun árið 2017

Aðkoma Verkís: Lýsingarhönnun
verkis@verkis.is

Samstarfsaðilar og aðrir hönnuðir 

VA Arkitektar, Karl Magnús Karlsson, Ólafur Óskar Axelsson
Rafís, rafverktakar
Ljósmyndari: Gunnar Sverrisson
Ljósmyndari: Guðbjartur Ásgeirsson

 

Verkís hannaði lýsingu utandyra í nýrri viðbyggingu Sundhallar Reykjavíkur. Nýbyggingin var tekin í notkun í desember 2017, rúmlega áttatíu árum eftir að laugin var vígð, þann 23. mars 1937. Sundlaugin er friðuð að utan sem innan. Hún er ein af þekktari byggingum landsins og um leið sú bygging sem margir telja eina þá bestu frá hendi Guðjóns Samúelssonar, arkitekts og þáverandi Húsameistara ríkisins.

Í allri hönnun var lögð áhersla á form og fyrirkomulega viðbyggingarinnar tæki mið af sögu hússins og friðun þess, þannig að aðalbyggingin nyti sín sem best um leið og til yrði samstæð heild. Léttleiki var í fyrirrúmi við mótun viðbyggingar, hæð og hlutföll flata og glugga, laga sig að eldri byggingu.

Efnisval, lýsing og útfærslur eru einfaldar og látlausar. Umhverfisvottuð byggingarefni voru notuð eftir föngum, innlend þar sem því var við komið og þess gætt að viðhaldsþörf yrði í lágmarki. Byggingin verður umhverfisvottuð af bresku rannsóknarstofnuninni í byggingariðnaði, BREEAM og er fyrsta verkefni Reykjavíkurborgar sem hlýtur þá vottun. Þannig var umhverfi, orkunotkun, auk heilsu og vellíðan starfsfólks, grunnþættir í hönnunarvinnunni.

Lýsing á útisvæðum er almennt óbein, upp veggi, niður og innfelldir í glerveggi og kastað á gömlu höllina til endurkasts út á laugarsvæðið. Lýsingu var komið fyrir í handriðum til að auðveldar meðal annars sjónskertum að sjá handriðin og styðjast við þau á ferð sinni um svæðið. Einnig er gul rönd fremst á hverju stigaþrepi til að auðvelda aðgengi.

Í búningsklefum inni er lýsingin tvíþætt, annars vegar í lofti og hins vegar í kringlóttum bekkjum á gólfi, sama á við um búningsklefa úti þar er lýsing frá lofti og niður glervegg, en sú lýsing gegnir einnig hlutverki sem útilýsing. Lýsingin er mild og ætti gestum laugarinnar að líða vel í klefunum. Lýsingin í bekkjunum auðveldar sjónskertum umgang og dregur vel fram línur þeirra. Lýsingin á það sammerkt að vera mild og látlaus.

Öll lýsing er LED lýsing. KNX stjórnkerfi stýrir lýsingu á útisvæði, eftir sólargangi og opnunartíma. Öll lýsing innandyra í nýrri viðbyggingu er LED lýsing. KNX stjórnkerfi stýrir lýsingu í stærri rýmum. Lýsingu er meðal annars stýrt með dagsbirtuskynjurum þannig að sú birta sem kemur að utan nýtist til að spara orku. Starfsfólk getur stjórnað lýsingu í stærri rýmum og starfsmannarýmum.