Vistvæn hönnun
  • Vigdísar hús

VISTVÆN HÖNNUN

Verkís hefur tekið þátt í hönnunarferli vistvænna bygginga, ásamt hönnun og framsetningu vottunargagna ef stefnt er að vottun skv. erlendum viðmiðum.

Verkís hefur á að skipa sérfræðingum sem hafa réttindi til að vera matsaðilar fyrir vistvænar byggingar samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM og sænska vottunarkerfinu Miljöbyggnad.

Lögð er áhersla á ákveðna þætti vistvænnar hönnunar, þar á meðal vellíðan þeirra sem nota eiga byggingarnar en hana má tryggja t.d. með góðri útfærslu lýsingar og réttri nýtingu dagsbirtu, með hitastýringum, góðri loftræsingu og vel útfærðum hljóðvistaraðgerðum. Einnig er lögð áhersla á náttúrulegar loftræsilausnir, orkusparnað, val á byggingarefnum, vistvænar samgöngur, varðveislu á vistfræðilegu gildi lóða, aðstöðu til flokkunar á sorpi og lágmörkun á mengun vegna framkvæmdar og rekstrar. 

Bæklingur um eðlisfræði bygginga og orkubúskap þeirra.

Elin_vignis_1540222209464Elín Vignisdóttir

Landfræðingur M.Sc.
Svið: Samgöngur og umhverfi
ev@verkis.is

Ragnar ÓmarssonRagnar Ómarsson 

Byggingafræðingur
Svið: Byggingar
rom@verkis.is

Þjónusta

  • Hönnunarstjórnun og vottunarferli
  • Lagnir, loftræsing og val á byggingarefnum
  • Orkusparnaður, hljóðvist og umferðarskipulag
  • Lýsing og dagsbirtugreining
  • Úrgangsstjórnun og mengunarvarnir
  • Lífsferilskostnaðar- og lífsferilsgreining