Vistvæn hönnun

VISTVÆN HÖNNUN

Verkís hefur á að skipa sérfræðingum sem hafa réttindi til að vera matsaðilar fyrir vistvænar byggingar samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu BREEAM og sænska vottunarkerfinu Miljöbyggnad.

Lögð er áhersla á ákveðna þætti vistvænnar hönnunar, þar á meðal vellíðan þeirra sem nota eiga byggingarnar en hana má tryggja t.d. með góðri útfærslu lýsingar og réttri nýtingu dagsbirtu, með hitastýringum, góðri loftræsingu og vel útfærðum hljóðvistaraðgerðum. Einnig er lögð áhersla á náttúrulegar loftræsilausnir, orkusparnað, val á byggingarefnum, vistvænar samgöngur, varðveislu á vistfræðilegu gildi lóða, aðstöðu til flokkunar á sorpi og lágmörkun á mengun vegna framkvæmdar og rekstrar. 

Þjónusta

  • Hönnunarstjórnun og vottunarferli
  • Lagnir, loftræsing og val á byggingarefnum
  • Orkusparnaður, hljóðvist og umferðarskipulag
  • Lýsing og dagsbirtugreining
  • Úrgangsstjórnun og mengunarvarnir
  • Lífsferilskostnaðar- og lífsferilsgreining