Áhættugreining og mat

Áhættugreining og mat

 • Ahaettustjornun

Greining áhættu og lágmörkun áhættu með mótvægisaðgerðum er ríkur þáttur í nútímaverkefnum.

Áhættustjórnun er kerfisbundin aðferð sem beitt er þvert á líftíma verkefna til að greina, upplýsa og ákvarða hvernig skuli bregðast við tækifærum og ógnunum sem viðkomandi verkefni stendur frammi fyrir á leiðinni að settum markmiðum.

Áhættustjórnun er notuð á öllum stigum verkefna. Dæmi um rýniferli sem hafa að markmiði að finna og skilgreina hættur sem geta valdið slysum á starfsmönnum, eignatjóni, umhverfisslysum, framleiðslutapi eða öðru tjóni eru:

Áhættugreining verkefna til meta áhættu og styðja ákvörðunarferli með því að varpa ljósi á tækni- og viðskiptaáhættu.

Áhættugreiningar sem snúa að tæknimálum, t.d.:

 • HazID greining eða Preliminary Hazard Identification á undirbúningsstigi.
 • HazOP (Hazard and Operability Study), FMEA o.fl. á hönnunarstigi til að betrumbæta hönnun.
 • Áhættumat tengd öryggi, heilbrigði og umhverfismálum.
 • Áhættugreining er einnig notuð til að meta nákvæmni kostnaðar- og tímaáætlana (Monte Carlo Analysis).

Sérfræðingar Verkís á sviði áhættustjórnunar taka að sér að skilgreina og leiða áhættugreiningarferli ásamt því að vinna úr niðurstöðum. 

Susanne Freuler

 • Susanne Freuler
 • Matvælaverkfræðingur / Vörustjórnun B.Sc. / Viðskiptastjóri

 • Svið: Iðnaður
 • suf@verkis.is

Örn Steinar Sigurðsson

 • Örn Steinar Sigurðsson
 • Byggingarverkfræðingur
 • Svið: Iðnaður
 • oss@verkis.is

Þjónusta

 • Áhættustjórnun
 • Áhættugreiningar
 • HazID greining
 • HazOP greining
 • Monte Carlo greining