Varnarbúnaður
Verkís býður alla almenna þjónustu við varnarbúnað raforkukerfa hjá orkufyrirtækjum og iðnfyrirtækjum.
Hjá fyrirtækinu starfar breiður hópur starfsmanna með víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði ásamt þjálfuðum mönnum í prófunum á varnarbúnaði.
Verkís á kerfisgreiningarhugbúnaðinn DigSilent Power Factory og getur tekið að sér að reikna út stilligildi varnaliða í samsettum kerfum auk þess að gera greiningu á ýmsum tilvikum sem upp kunna að koma í kerfinu.
Verkís á einnig prófunartæki frá OMICRON, sem er sérhannað fyrir prófanir á varnarbúnaði (liðavernd). Notkun prófunartækis beinist fyrst og fremst að varnarbúnaði rafala og spenna annars vegar og dreifikerfum á millispennu hins vegar. Einnig má nota prófunartækið til prófana á mælibúnaði, svo sem ferjöldum og mælistöðvum.
![]() |
Tengiliður: Carine Chatenay Viðskiptastjóri orkusviðs / Byggingarverkfræðingur cc@verkis.is |
Þjónusta
|
Verkefni |