Samgöngur og skipulag

Verkís býður fjölbreytta þjónustu fyrir byggjendur hverskonar mannvirkja á sviði samgangna og skipulags

Við undirbúning samgönguframkvæmda er mikilvægt að fyrir liggi áætlanir og frumdrög sem lýsa fyrirhugaðri framkvæmd. Frekari undirbúningur felst síðan í samræmingu við skipulagsáætlanir, mat á áhrifum framkvæmda og áætlana á hljóðvist og fleiri umhverfisþætti, arðsemi- og áhrifamats á samgönguvalkostum auk umferðaröryggismats. Þetta á jafnt við verkefni á sviði vega, gatna, stíga, hafna og flugvalla.

Verkís leggur ávallt áherslu á að veita viðskiptavinum góða og alhliða ráðgjöf á sem flestum sviðum samgangna og skipulags. Um er að ræða ráðgjöf er varða gangandi og hjólandi vegfarendur, vélknúin ökutæki og önnur þau farartæki sem fara um sjó, loft eða land.    

Tengiliður: Egill Viðarsson