Flugvellir

Flugvellir

Verkís hefur tekið þátt í hönnun, eftirliti og framkvæmdum á öllum helstu flugvöllum landsins. 

Hönnun flugvalla er sértækt og flókið viðfangsefni. Í því felst þátttaka í hönnun, eftirliti með framkvæmdum, umhverfis- og öryggismálum og annarri ráðgjafavinnu sem nauðsynleg er við slík verk.

Við hönnun flugvalla er aðaláherslan á öryggi, skilvirkni og þægindi fyrir alla notendur flugvalla. Verkís hefur mikla reynslu í hönnun mannvirkja á flugvöllum, s.s. flugbrauta, flughlaða þjónustubygginga og flugstöðva. Hópur sérfræðinga, með fjölbreyttan bakgrunn, sinnir reglulega verkefnum sem tengjast hönnun, breytingum og viðhaldi á flugvöllum.

Tengiliður: Hlíf Ísaksdóttir

Þjónusta

  • Hönnun flugbrauta, flughlaða og bygginga
  • Veitu- og lýsingarhönnun
  • Umhverfis- og öryggismál
  • Stjórnun aðstöðu, jarðtækni og framkvæmdaeftirlit
  • Umhverfisskipulag og stjórnunarkerfi