Samgönguveitur

samgöngu­veitur

Verkís býður upp á víðtæka þjónustu og ráðgjöf við hönnun og skipulagningu veitumannvirkja.

Starfsmenn fyrirtækisins búa yfir áratuga reynslu á sviðum veitumála, hvað varðar fráveitur, vatnsveitur, meðhöndlun ofanvatns og fráveitur í tengslum við vega og gatnagerð. Þar má nefna hönnun lagna, rennslisútreikninga, ástandsgreiningar, viðhald á kerfum og mælingar. Fyrirtækið hefur annast hönnun á sviðum fráveitumála í mörg ár bæði smárra og stórra fyrir sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga, t.d. hönnun fráveitulagna, hreinsun ofanvatns, skólpdælu og hreinsimannvirkja, útrásar og hermilíkana lagnakerfa.

Verkís býður einnig upp á heildstæða þjónustu við greiningu lagnakerfa og frárennslis. Ásamt því að vinna markvist að notkun við náttúrulega hreinsun á skólpi og ofanvatns, auka þar að leiðandi sjálfbærni kerfanna og minnkar orku, efnisnotkun og kostnað í lagnakerfum.

Tengiliður: Guðni Eiríksson

Þjónusta

  • Regnvatns- og skólplagnir
  • Þrýstilagnir, útrásir, settjarnir og flóðaáætlanir
  • Hermilíkan fyrir lagnakerfi, ástandsmat og viðhald
  • Sérhæfðar lausnir fyrir fyrirtæki
  • Rennslismælingar og vöktun á mengun