Jarðgöng
jarðgöng
Verkís veitir þjónustu á sviði hönnunar og eftirlits allra þátta jarðganga hérlendis sem og erlendis.
Fyrirtækið hefur komið að hönnun flestallra vegganga á Íslandi og séð þar um steypuvirki vegskála og tæknirýma í göngum og við vegskála. Auk þess höfum við haft umsjón með samræmingu og samantekt útboðsgagna og útgáfu þeirra.
Á Íslandi liggja vegir víða um brött fjöll eða utan í bröttum fjallshlíðum og hafa samgöngur því oft verið erfiðar á slíkum svæðum. Aukin umferð og vaxandi krafa um bættar samgöngur og aukið umferðaröryggi er meginástæða þess að ráðist er í gerð jarðganga þar sem svo háttar til.
Frá gerð Hvalfjarðarganga 1996-1998 hefur Verkís komið að gerð nær allra vegganga á Íslandi.
- Guðmundur Jónsson
- Byggingarverkfræðingur / Hópstjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- gj@verkis.is
- Grétar Páll Jónsson
- Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- gpj@verkis.is
Þjónusta
|
Verkefni |