Veg- og gatnahönnun
Verkís hefur áratuga reynslu af hönnun gatna og vegamóta, m.a. fyrir Vegagerðina og sveitarfélög, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Slík verkefni hafa verið af öllum stærðargráðum, allt frá hönnun stakra vegamóta til heilla gatnakerfa ásamt holræsum og öðrum veitulögnum.
Við hönnun samgöngukerfa er mikilvægt að lögð sé áhersla á öryggi og þægindi mýkri ferðamáta til jafns við akandi vegfarendur. Verkís hefur mikla reynslu af hönnun brauta, stíga og þverana fyrir gangandi vegfarendur, umferð hjólandi fólks og reiðmanna. Einnig er hönnun götulýsingar mikilvægur þáttur í hönnun nýframkvæmda og eins þegar gera þarf endurbætur á lýsingu eldri gatna. Umferðarmerkingar sinna lögboðnu hlutverki við umferðarstýringu og er vönduð staðsetning þeirra mikilvæg til að lágmarka slysahættu en einnig má nota umferðarmerki til að bæta umferðarmenningu með markvissri notkun þeirra þar sem það á við.
Frá árinu 2010 hefur Verkís hannað vegi, götur, göngu- og hjólreiðastíga og aðrar samgöngur í Noregi, aðallega fyrir norsku Vegagerðina (Statens vegvesen), en einnig fyrir sveitarfélög.
- Guðmundur Jónsson
- Byggingarverkfræðingur / Hópstjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- gj@verkis.is
- Grétar Páll Jónsson
- Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- gpj@verkis.is
Þjónusta
|
Verkefni |