Umhverfi og öryggi
  • Hjálmur Verkís

Umhverfi og öryggi

Verkís veitir fyrirtækjum, einstaklingum, stofnunum og sveitarfélögum alhliða þjónustu og ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála. 

Þjónustan felur meðal annars í sér greiningu og mat á umhverfisáhrifum atvinnustarfsemi og vöktun og áætlanir um úrbætur. Fyrirtækið tekur að sér rannsóknir á mörgum sviðum er tengjast umhverfi og öryggi; t.d rennslisháttum vatnsfalla, aurburði, setmyndun og rofi, athuganir á hljóð- og loftmengun, jarðfræði og fuglum. 

Við aðstoðum við starfsleyfisumsóknir og skipulagningu mótvægisaðgerða og vöktunar. Einnig veitum við fyrirtækjum ráðgjöf við útfærslu, gerð og endurskoðun græns bókhalds og ársskýrslu um umhverfismál og getum aðstoðað við innleiðingu umhverfisstjórnunar í fyrirtækjum. Við aðstoðum við gerð fræðsluefnis um umhverfismál,  náttúru og framkvæmdir.

Verkís býður uppá vistferilsgreiningar en niðurstöður slíkra greininga geta m.a. nýst til að lágmarka umhverfisáhrif vöru og þjónustu eða til útreikninga á vistspori og kolefnisspori þeirra.
Verkís aðstoðar framkvæmdaaðila við undirbúning og stjórnun öryggismála við framkvæmdir.

Umhverfis- og öryggismál verða sífellt fyrirferðarmeiri í nútíma samfélagi og sífellt mikilvægari við stefnumörkun í rekstri fyrirtækja. Opinbert regluverk á þessu sviði er viðamikið og ört vaxandi.   Með umhverfis- og öryggisstjórnun er á kerfisbundin hátt komið í veg fyrir mistök og tjón sem skaðað geta heilsu starfsmanna, umhverfi fyrirtækisins, ímynd og viðskiptavild. Hluti af öryggisstjórnunni er að auka áfallaþol starfseminnar en markviss viðbrögð við óvæntum atburðum styðja við skjóta endurreisn og  samfelldan rekstur. 

Við aðstoðum fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög við undirbúning, mótun og innleiðingu umhverfis- og öryggisstefnu, t.d. varðandi öryggi- og vinnuvernd, vistvæn innkaup, sorpflokkun og endurvinnslu. Viðurkenndir ráðgjafar Verkís aðstoða við uppbyggingu umhverfis-og öryggisstjórnunarkerfa t.d. samkvæmt ISO 14001, OHSAS 18001, ISO 31000 og ISO 22301 stöðlunum, eða uppfylla kröfur ýmissa umhverfismerkja, t.d. Earth Check, Svansins og Vakans.

 

Tengiliður umhverfi:
Arnór Þórir Sigfússon
Dýravistfræðingur Ph.D.
ats@verkis.is

 

Tengiliður öryggi:
Dóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
dh@verkis.is