Mat á umhverfisáhrifum

Mat á umhverfis­áhrifum

Þjónusta Verkís snýr að mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og umsjón allra þeirra þátta sem snúa að matsferlinu.

Mat á umhverfisáhrifum er ferli þar sem áhrif framkvæmda kann að hafa á náttúru, samfélag og efnahag og áhrifin metin með kerfisbundnum hætti.

Fyrirtækið hefur að skipa sérfræðingum með fjölbreyttan bakgrunn og víðtæka þekkingu á þeim sviðum sem nýtast við vinnu mats á umhverfisáhrifum. Þar má nefna kortagerð, líffræði, jarðfræði, vatnafræði, grunnvatnsfræði, mengunarmál og skipulagsmál.

Verkís veitir sveitarfélögum sem og öðrum ráðgjöf vegna eftirfylgni mats á umhverfisáhrifum, tekur að sér skipulagningu og umsjón umhverfisvöktunar vegna áhrifa framkvæmda og mengandi starfsemi.  Við veitum  jafnframt ráðgjöf við val á útfærslu mótvægisaðgerða, framkvæmd þeirra og eftirfylgni.

Mat á umhverfisáhrifum - Skoða verkefni í kynningu 

Þjónusta

  • Matsáætlanir, mats- og sérfræðiskýrslur
  • Yfirlestur matsskýrslna, túlkun sérfræðiskýrslna og rannsóknir
  • Ráðgjöf og eftirlit með áhrifum framkvæmda
  • Ráðgjöf vegna umsókna um starfsleyfi fyrir mengandi atvinnurekstur
  • Vöktun og mótvægisaðgerðir vegna lífríkis, hljóðstig, loftgæði, vatnsgæði, vatnafar og samfélagsleg áhrif