Arnarlax Eyjafirði

Sjókvíaeldi Arnarlax í Eyjafirði, framleiðsla á 10.000 tonnum af laxi á ári

Arnarlax ehf. áformar framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum Eyjafirði. 

Fyrirtækið tók þá ákvörðun að setja framkvæmdina í matsferli samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum að höfðu samráði við Skipulagsstofnun , en framkvæmdin fellur í flokk B samkvæmt 1. viðauka við lögin og kann því að vera háð mati á umhverfisáhrifum. 

Verkís vinnur fyrir Arnarlax að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.  Í drögum að tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst.  Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og greint frá helstu áhrifaþáttum og á hvaða umhverfisþætti áhersla verður lögð á í frummatsskýrslu.  Fyrirliggjandi rannsóknum er varða umhverfis- og áhrifaþætti framkvæmdar er lýst og greint er frá fyrirhuguðum rannsóknum.  Að lokum er farið yfir hvernig staðið verður að samráði og kynningu matsins.

Drög tillögu að matsáætlun má nálgast hér.

Almenningur er hvattur til að kynna sér drögin og og gera athugasemdir sem sendast á netfangið:  umhverfismal@verkis.is

Eða í pósti til:
Verkís hf.
b.t. Hugrúnar Gunnarsdóttur
Ofanleiti 2
103 Reykjavík 

Athugasemdum skal skila eigi síðar en 30. mars 2017.