Arnarlax kynning

Sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi

Arnarlax ehf. áformar framleiðslu á 10.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. 

Fyrirtækið tók þá ákvörðun að setja framkvæmdina í matsferli samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum að höfðu samráði við Skipulagsstofnun. Framkvæmdin fellur í flokk B samkvæmt tölulið 1.11 í 1. viðauka við lögin og kann því að vera háð mati á umhverfisáhrifum.

Verkís vinnur fyrir Arnarlax að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar.  Í tillögu að matsáætlun er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst.  Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og greint frá helstu áhrifaþáttum og á hvaða umhverfisþætti áhersla verður lögð á í frummatsskýrslu.  Fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum er varða umhverfis- og áhrifaþætti framkvæmdar á þessum stað er lýst og greint er frá fyrirhuguðum rannsóknum.  Að lokum er farið yfir hvernig staðið verður að samráði og kynningu matsins.

Tillögu að matsáætlun má nálgast hér.

Athugasemdir við tillögu að matsáætlun skulu vara skriflegar og berast til Skipulagsstofnunar eigi síðar en 20. janúar 2017, bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.