Einbúavirkjun
  • Einbúi

Einbúavirkjun, í Skjálfandafljóti í Bárðardal

Einbúavirkjun ehf. áformar að reisa 9,8 MW vatnsaflsvirkjun, Einbúavirkjun, í Skjálfandafljóti í Bárðardal.

Um er að ræða rennslisvirkjun í landi Kálfborgarár og Einbúa í Bárðardal. Uppsett afl Einbúavirkjunar er nærri viðmiði um matsskylda framkvæmd og efnistaka vegna framkvæmdarinnar er matsskyld.

Einbúavirkjun ehf. telur æskilegt að framkvæmdin verði háð mati á umhverfisáhrifum og að almenningur og aðrir fái tök á að kynna sér framkvæmdina og koma að athugasemdum í opnu matsferli. Féllst Skipulagsstofnun á að um Einbúavirkjun verði fjallað í mati á umhverfisáhrifum. Verkís hf. vinnur mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar fyrir Einbúavirkjun ehf.

Fyrsta skref í ferli mats á umhverfisáhrifum er að framkvæmdaraðili vinnur tillögu að matsáætlun. Í áætluninni er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst.  Greint er frá helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar og á hvaða umhverfisþætti verður lögð áhersla í mati á umhverfisáhrifum.  Fyrirliggjandi gögnum er lýst og greint er frá frekari upplýsingaöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í til að hægt sé að meta umhverfisáhrif framkvæmdar.  Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og loks er farið yfir hvernig staðið verður að samráði og kynningu matsins. Drög að tillögu að matsáætlun ber að kynna umsagnaraðilum og almenningi, sem hefur tvær vikur til þess að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna.

Drög tillögu að matsáætlun vegna Einbúavirkjunar má nálgast hér .

Athugasemdir við drög tillögu að matsáætlun má senda á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti til

Verkís hf.,
b.t. Sigmars Arnars Steingrímssonar
Ofanleiti 2
103 Reykjavík

Athugasemdum skal skila eigi síðar en 15. júní 2018.