Laxeldi Fjarðalax og Arctic Sea Farm
  • Umhverfi

Laxeldi Fjarðalax og Arctic Sea Farm í Patreksfirði og Tálknafirði

Viðbót við frummatsskýrslu og kostagreining vegna 14.500 tonna aukningar laxeldis.

Verkís hefur unnið að viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu fyrir Fjarðalax og Arctic Sea Farm vegna 14.500 tonna framleiðsluaukningar í Patreksfirði og Tálknafirði. Matsskýrslu vegna 14.500 tonna aukningar laxeldis í fjörðunum tveimur var skilað til Skipulagsstofnunar á árinu 2016 og álit stofnunarinnar birt sama ár. Starfsleyfi til fyrirtækjanna voru gefin út í lok árs 2016 og rekstrarleyfi í byrjun árs 2017. Ákvarðanir leyfisveitenda um starfs- og rekstrarleyfi fyrirtækjanna voru kærðar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi með úrskurðum sínum úr gildi starfs- og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Markmið með viðbót við frummatsskýrslu og kostagreiningu er að bæta úr þeim ágöllum sem nefndin taldi vera á matsskýrslu fyrirtækjanna frá árinu 2016.

Viðbót við frummatsskýrslu og kostagreining vegna framkvæmdarinnar var lögð fram til Skipulagsstofnunar þann 30 janúar 2019 og kynningar- og athugasemdaferli hófst þann
4. febrúar 2019. Frestur til að skila athugasemdum til stofnunarinnar er til 19. mars 2019.

Kynningarfundur vegna skýrslunnar verður haldinn þann 12. febrúar 2019 kl. 17:00 í seiðaeldisstöð Arctic Sea Farm í Norður Botni í Tálknafirði og eru allir velkomnir. Skýrsluna má jafnframt nálgast hjá Skipulagsstofnun, Landsbókasafni, sveitastjórnarskrifstofum Vesturbyggðar og Tálknafjarðar og á heimasíðum Skipulagsstofnunar og Verkís hf.

Nánari upplýsingar veitir Hugrún Gunnarsdóttur, verkefnisstjóri hjá Verkís hf., sími 422-8000 og netfang hug@verkis.is.

Viðbót við frummatskýrslu og kostagreining vegna aukningar laxeldis í Patreks- og Tálknafirði má nálgast hér