Anna

Anna

Anna var veidd í Svarfaðardal, í friðlandi Svarfdæla þann 20 júlí ásamt Jónasi frá Hlað og 4 ungum.  Anna er líklega geldfugl því hún virðist ekki vera pöruð og ekki með unga. Anna er með svart hálsmerki með bókstafnum F. Við merkinguna nutum við aðstoðar frá vinnuflokki á vegum Dalvíkurbyggðar og frá Myriam Dalstein og Leu Dalstein Ingimarsdóttur. Þessum aðilum er þökkuð kærlega aðstoðin. Hjörleifur Hjartarson frá Norðurslóð fylgdist með og skrifaði frétt um merkinguna.  Sjónvarpsþátturinn Landinn var einnig á staðnum og tók upp.

Senditækið á Önnu er kostað af Sýni ehf sem réð nafninu. Rannsóknaraðilar þakka Sýni ehf. kærlega veittan styrk.

Hér er kort af ferðum allra gæsanna. 

Eins og sjá má þá fór Anna af stað 29.júlí og flutti sig yfir á Árskógsströnd þar sem hún hélt til þar til 19 ágúst.  Þá snéri hún til baka í friðlandið þar sem hún náttaði sig en fór að fara í tún við Hrafnsstaði og Helgafell auk þess að skreppa þess á milli í berjamó í Böggvisstaðafjallið.  Þann 9. september skellti hún sér svo yfir í Ólafsfjörð þar sem hún hefur náttað sig við sunnanvert vatnið en fer yfir í Skeggjabrekkudal á daginn, líklega að éta ber og villigróður.