Sveinn

Sveinn

Sveinn var veiddur milli flugvallarins og golfvallarins í Norðfirði þann 22. júlí ásamt gæsinni Sjókalli og ellefu ungum. Sveinn er líklega paraður og með unga en ekki vitað hve marga. Sveinn er með svart hálsmerki með bókstafnum V. Við merkinguna á Sveini nutum við aðstoðar vinnuflokks frá Landsvirkjun ásamt Heimi Snæ Gylfasyni, framkvæmdastjóra MultiTask, Ísaki Ólafssyni og Dagnýju Ástu Rúnarsdóttur frá Náttúrustofu Austurlands. Þessum aðilum er þökkuð kærlega aðstoðin.

Senditækið á Sveini er kostað af Verkís hf. og réðu þeir nafninu. Rannsóknaraðilar þakka Verkís hf. kærlega veittan styrk.

Hér er kort af ferðum allra gæsanna. 

Eins og sjá má af kortinu þá hefur Sveinn verið nokkuð staðbundinn síðan hann var merktur.  Hann hefur verið í hópi um 30 gæsa, fullorðinna og unga, sem hafa haldið sig að mestu kringum svæðið þar sem Sveinn og Sjókallinn voru merktir.  Það er svo um miðjan september sem Sveinn fer aðeins innar í Norðfjörð, í tún og upp í suðurhlíðar fjarðarins í berjamó.