Stækkun fiskeldis Stofnfisks við Kalmanstjörn

Mat á umhverfisáhrifum á stækkun FISKELDIS STOFNFISKS VIÐ KALMANSTJÖRN

  • DJI_0437-ID-200272-

Stofnfiskur hf. hefur leyfi til framleiðslu á allt að 200 tonnum af laxi á ári í eldisstöðinni við Kalmanstjörn, Reykjanesbæ, og hyggst auka framleiðsluna um allt að 400 tonn.

 

Með framkvæmdinni getur fyrirtækið aukið hrognaframleiðslu í stöðinni. Áætlað er að auka þurfi vinnslu grunnvatns á svæðinu um 700 l/s (ísalt vatn og jarðsjór) til að mæta framleiðsluaukningunni og grunnvatnsvinnsla vegna eldisins verði þá í heildina allt að 1.500 l/sek meðalrennsli á ári.

Samkvæmt lið 10.24 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, er vinnsla grunnvatns með 300 l/sek meðalrennsli á ári eða meira, matsskyld framkvæmd.

Eldisstöð Stofnfisks við Kalmanstjörn er staðsett sunnan við þéttbýlið Hafnir í Reykjanesbæ. Stöðin er að öllu leyti staðsett vestan Nesvegar, sem tengir Hafnir og Grindavík, en engin önnur eldisstarfsemi er í nágrenni stöðvarinnar.

Kynning á drögum að tillögu að matsáætlun

Drög að tillögu að matsáætlun eru í byrjun kynnt af framkvæmdaraðila, fyrir umsagnaraðilum og almenningi.

Skref-i-ferli-MAU-drog-TAM-ID-200247-

Frekari upplýsingar um feril mats á umhverfisáhrifum má nálgast hér.

Drög að tillögu að matsáætlun fyrir ofangreinda framkvæmd hafa nú verið lögð fram til kynningar. Allir geta kynnt sér drögin og lagt fram athugasemdir.

Frestur til athugasemda er frá 15. febrúar til 1. mars 2021.

Athugasemdir skal merkja „Fiskeldi við Kalmanstjörn“ og senda með tölvupósti á netfangið umhverfismal@verkis.is eða með bréfpósti á:

Verkís verkfræðistofa
B.t. Sigmars Arnars Steingrímssonar
Ofanleiti 2, 103 Reykjavík

Skjöl

Drög að tillögu að matsáætlun