Arnarlax kynning

Mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi

Arnarlax ehf. áformar uppbyggingu sjókvíaeldis í Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum með ársframleiðslu á 10.000 tonnum af laxi og 10.000 tonna hámarkslífmassa.

Arnarlax stefnir að því að hefja rekstur eldisins í Ísafjarðardjúpi vorið 2021. Áætlað er að eldiskvíar verði staðsettar á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, en það er á eldissvæði við Óshlíð og á tveimur eldissvæðum út af Snæfjallaströnd, við Drangsvík og við Eyjahlíð.

Verkís hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs sjókvíaeldis og eru niðurstöður matsins settar fram í frummatsskýrslu sem nú er til kynningar.

Í frummatsskýrslunni er fjallað um fyrirhugað eldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi, staðháttum á framkvæmdasvæði er lýst og fjallað um skipulag og verndarsvæði. Fyrirhuguðum framkvæmdum og framleiðsluferli er lýst. Í mati á umhverfisáhrifum er fjallað um líkleg áhrif framkvæmdanna á ástand sjávar og strandsvæða, botndýralíf og kalkþörunga, náttúrulega stofna laxfiska, fugla, spendýr, ásýnd, samfélag, haf- og strandnýtingu og samlegðaráhrif. Þá er fjallað um vöktun, samráð og kynningu. Í lok skýrslunnar er heildarniðurstaða matsins tekin saman.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrslu og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir við frummatsskýrslu skal senda til Skipulagsstofnunar, í tölvupósti á skipulag@skipulag.is eða í bréfi á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Athugasemdum skal skila eigi síðar en 26. júní 2020.

Frummatsskýrsla sjókvíaeldis Arnarlax í Ísafjarðardjúpi

Upplýsingar um feril mats á umhverfisáhrifum má nálgast hér.