Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði
Vesturverk ehf. áformar að reisa virkjun í Hvalá í Ófeigsfirði. Gerð verða 3 miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði og Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará leiddar í aðrennslisgöngum í stöðvarhús sem byggt verður neðanjarðar. Frárennslisgöng opnast rétt ofan ósa Hvalár.
Heildarfall verður um 315 metrar og heildarorkugeta
Hvalárvirkjunar er áætluð um 320 GW h/ári og afl hennar er áætlað 55 MW.
Fyrirhugaðar framkvæmdir falla undir 5. gr. laga nr. 106/2000 um mat á
umhverfisáhrifum m.s.br., flokkur A skv. tölulið 3.02 í 1. viðauka við lögin.
Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar er unnið af Verkís fyrir Vesturverk ehf. Í matsskýrslu er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og greint frá helstu áhrifaþáttum. Fyrirliggjandi rannsóknum og gögnum er varða umhverfis- og áhrifaþætti framkvæmdar er lýst og lagt mat á vægi áhrifa.
Matsskýrslu Hvalárvirkjunar má nálgast hér (hluti 1 og hluti 2) og viðauka matsskýrslu má nálgast hér (hluti 1 og hluti 2). Álit Skipulagsstofnunar er hér. Sé upplýsinga óskað má senda fyrirspurnir á netfangið umhverfismal@verkis.is eða á Arnór Þ. Sigfússon, ats@verkis.is.