Kísilverksmiðjan Helguvík

Kísilverksmiðjan í Helguvík - Endurbætur

Stakksberg fyrirhugar að framkvæma endurbætur á kísilverksmiðjunni í Helguvík svo að rekstur geti hafist að nýju. 

Framkvæmdirnar fela meðal annars í sér uppsetningu á skorsteini auk annarra nýrra mannvirkja og breytinga á núverandi mannvirkjum og búnaði. Einnig eru endurbæturnar rekstrarlegs eðlis.

Unnið hefur verið að mati á umhverfisáhrifum framkvæmdanna og eru niðurstöður mats framkvæmdaraðila settar fram í frummatsskýrslu sem nú er til kynningar. Í frummatsskýrslunni er fjallað um forsögu rekstrar, staðháttum á framkvæmdasvæði lýst og fjallað er um samræmi við gildandi skipulag. Fyrirhuguðum framkvæmdum og framleiðsluferli er lýst og fjallað um loftslagsmál. Í mati á umhverfisáhrifum er fjallað um líkleg áhrif framkvæmdanna á loftgæði, vatnafar, fugla og lífríki fjöru og í strandsjó, samfélag, heilsu, hljóðvist og ásýnd. Þá er fjallað um vöktun, samráð og kynningu. Í lok skýrslunnar er heildarniðurstaða matsins tekin saman. Í viðaukum skýrslunnar eru sérfræðiskýrslur og samantekt á athugasemdum og svörum sem komu fram í samráðsgátt á vinnslutíma frummatsskýrslunnar.

Allir geta kynnt sér frummatsskýrslu og lagt fram athugasemdir. Athugasemdir við frummatsskýrslu skal senda á Skipulagsstofnun; annaðhvort í tölvupósti á skipulag@skipulag.is, eða í bréfi á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík.

Athugasemdum skal skila eigi síðar en 26. júní 2020.

Frummatsskýrsla vegna endurbóta á kísilverksmiðjunni í Helguvík

Viðauki 1-1: Dreifing í lofti - Skýrsla Vatnaskila
Viðauki 1-2: Dreifing í lofti – Skýrsla Purenviro um áhrif neyðarskorsteins
Viðauki 2: Grunnvatn – Skýrsla Vatnaskila
Viðauki 3: Dreifing kælivatns í sjó – Minnisblað Verkís
Viðauki 4: Kísiliðnaðurinn í Noregi og heilsa – Minnisblað NILU
Viðauki 5: Hljóðstig – Skýrsla Multiconsult
Viðauki 6: Umhverfisvöktun 2016-2017
Viðauki 7: Samantekt á athugasemdum úr samráðsgátt og viðbrögð

Frekari gögn um málið, s.s. kynningarmyndbönd, má finna á vefsvæði Stakksbergs og þar gefst kostur á að senda inn spurningar til framkvæmdaraðila varðandi framkvæmdina og þætti matsins.

Ásýndarmyndir má skoða hér.

Upplýsingar um feril mats á umhverfisáhrifum má nálgast hér.