Verkefni í kynningu

Mat á umhverfisáhrifum sjókvíaeldis í Seyðisfirði

  • Sjókvíaeldi Seyðisfirði

Fiskeldi Austfjarða hf. áformar allt að 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. 

Fiskeldi Austfjarða mun sækja um leyfi til að framleiða 6.500 tonn af frjóum og 3.500 tonn af ófrjóum eldislaxi í Seyðisfirði. Miðast áformin við áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi.

Markmið framkvæmdarinnar er að að byggja upp sjókvíaeldi í Seyðisfirði og að hámarks lífmassi í firðinum á hverjum tíma verði allt að 10.000 tonn.

Aðkoma Verkís að verkefninu
Fiskeldi Austfjarða hefur unnið frummatsskýrsluna sem nú er til kynningar. Verkís hefur tekið að sér að kynna frummatsskýrsluna fyrir hönd fyrirtækisins, svara umsögnum og athugasemdum við skýrsluna og gera matsskýrslu sem Skipulagsstofnun mun byggja á vegna álitsgerðar um umhverfismatið.

Viðfangsefni frummatsskýrslu
Í Seyðisfirði verða fjögur eldissvæði, þ.e. í Selstaðavík, Sörlastaðavík, Skálanesbót og við Háubakka. Þrjú eldissvæði verða nýtt að jafnaði, en eldissvæðið við Háubakka verður til vara. Í umhverfismati er fjallað um tvo kosti (valkostur A og B) sem felast í mismunandi stærð á eldissvæði við Háubakka. 

Fjögur eldissvæði

Fyrirhuguðum framkvæmdum og framleiðsluferli er lýst. Í mati á umhverfisáhrifum er fjallað um líkleg áhrif framkvæmdarinnar á eðliseiginleika sjávar, lífríki á botni og í fjörum Seyðisfjarðar, villta laxfiskastofna (sjúkdómar, laxalús og erfðablöndun), fuglalíf, menningarminjar, verndarsvæði, landslag og ásýnd, fiskveiðar og nytjastofna, ferðaþjónustu og útivist, samfélag. 

Einnig er fjallað um samlegð framkvæmdarinnar með öðru laxeldi á Austfjörðum. Þá er fjallað um vöktun, samráð og kynningu. Í lok skýrslunnar er heildarniðurstaða matsins tekin saman.

Fundur til kynningar á frummatsskýrslu
Fiskeldi Austfjarða mun kynna niðurstöður umhverfismatsins á fundi þann 20. janúar kl. 14-15. Fundurinn verður haldinn með fjarfundarbúnaði (Teams) og er slóðin hér. Fólk er hvatt til að senda inn spurningar fyrir fundinn á netfangið umhverfismal@verkis.is. Einnig verður mögulegt að senda spurningar á spjallþræði fundarins meðan á streymi stendur.

Fyrirkomulag fundarins verður þannig að flutt verður glærukynning á helstu niðurstöðum frummatsskýrslunnar og að henni lokinni munu fulltrúar frá Fiskeldi Austfjarða svara spurningum sem borist hafa í tölvupósti. Einnig verður brugðist við spurningum á spjallþræði fundarins og þeim svarað jafnóðum, eftir því sem hægt er. Liggi svar ekki fyrir á fundinum verður svar birt á vefsíðu Verkís eins fljótt og kostur er.

Í framhaldi af fundinum verða á þessari síðu birtar spurningar sem bárust og svörin við þeim.

Í myndbandinu hér að neðan eru helstu atriði frummatsskýrslunnar kynnt: 

https://youtu.be/JN61CJfqFlM

Vakin er athygli á að í kynningarferlinu hefur orðið breyting á framkvæmdinni (sjá skáletraðan texta hér fyrir neðan, breytt 19.1.2021)

Á fundi Heimastjórnar Seyðisfjarðar þann 30. nóvember síðastliðinn, var andmælt fyrirhugaðri staðsetningu eldissvæðis innst í Seyðisfirði við svokallaða Háubakka, eins og það er tilgreint í frummatsskýrslu. Í yfirlýsingu Fiskeldis Austfjarða þann 3. desember kemur fram að fyrirtækið mun gera frávikstillögu við frummatsskýrsluna til Skipulagsstofnunar og m.a. óska eftir að falla frá staðsetningu eldissvæðisins við Háubakka. Næsta eldissvæði við byggðina á Seyðisfirði verður þá við Sörlastaðavík.

Þegar kynningartíma lýkur í lok desember verður unnið áfram með svokallaða matsskýrslu. Hún er í grunninn frummatsskýrslan en brugðist er við umsögnum og athugasemdum sem fram hafa komið. Ekki er óalgengt að framkvæmd breytist þegar brugðist er við málefnalegum athugasemdum á kynningartíma hennar. Í matsskýrslunni er þá gerð grein fyrir breytingunni og ástæðum hennar. Í áliti Skipulagsstofnunar, sem byggir á matsskýrslunni, er því fjallað um endanlega útgáfu af framkvæmdinni. Í þessu tilfelli mun matsskýrsla Fiskeldis Austfjarða því fjalla um að eldissvæði Háubakkar falli út og á hvaða forsendum það er gert.

Þú getur tekið þátt og lagt þitt til málanna


Allir geta kynnt sér frummatsskýrslu og lagt fram athugasemdir. 

Skref-i-ferli-MAU-og-samrad

Athugasemdir við frummatsskýrslu skal senda í tölvupósti á skipulag@skipulag.is eða í bréfi á Skipulagsstofnun, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík. Athugasemdir þurfa að berast stofnuninni eigi síðar en 26. janúar 2021. 

Vilt þú glöggva þig frekar á framkvæmdinni og spyrja framkvæmdaraðila? Hér getur þú sent tölvupóst til Verkís. Svarpóstur mun berast þér fljótlega eftir að spurning er borin fram. 

Frekari upplýsingar um feril mats á umhverfisáhrifum má nálgast hér.

Hér má nálgast einstaka kafla frummatsskýrslunnar:

Samantekt
Kafli 1 Inngangur
Kafli 2 Framkvæmda- og áhrifasvæði
Kafli 3 Framkvæmdalýsing
Kafli 4 Samanburður valkosta
Kafli 5 Mat á umhverfisáhrifum (aðferð sem notuð var við matið o. fl.)
Kafli 6 Umhverfisáhrif
6.1 Eðliseiginleikar sjávar
6.2 Áhrif fiskeldis á nærsvæði
6.3 Sjúkdómar
6.4 Laxalús
6.5 Slysasleppingar og erfðablöndun
6.6 Fuglalíf
6.7 Samfélag og efnahagur
6.8 Menningarminjar
6.9 Verndarsvæði
6.10 Áhrif á landslag og ásýnd
6.11 Ferðaþjónusta og útivist
6.12 Fiskveiðar og nytjastofnar
6.13 Samlegðaráhrif
Kafli 7 Samráð
Kafli 8 Samantekt niðurstaðna
Kafli 9 Heimildir
Viðaukar með frummatsskýrslu

Miðað við reynslu af öðrum sambærilegum verkefnum hafa athugasemdir frá íbúum helst varðað eftirtalda umhverfisþætti:

  • Villtir laxfiskastofnar – laxalús, sjúkdómar og erfðablöndun
  • Landslag og ásýnd
  • Ferðaþjónusta og útivist
  • Samfélag

Hér er stutt samantekt á niðurstöðu umhverfismatsins varðandi framangreinda þætti