Svartárvirkjun í Bárðardal

Svartárvirkjun, allt að 9,8 MW

SSB Orka vinnur að undirbúningi allt að 9,8 MW vatnsaflsvirkjunar í Svartá í Bárðardal auk lagningar rafstrengs.

Svartárvirkjun heyrir undir lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, samkvæmt gr. 6 og tölulið 3.22 í 1. viðauka. Rafstrengurinn heyrir undir tölulið 10.21 í 1. viðauka. Skipulagsstofnun gaf út ákvörðun þann 18. febrúar 2016 um að virkjunin skuli vera háð mati á umhverfisáhrifum og ákvörðun stofnunarinnar um tillögu að matsáætlun er frá 6. september 2016.

Verkís hefur unnið að mati á umhverfisáhrifum Svartárvirkjunar fyrir SSB Orku. Í frummatsskýrslu sem nú er til kynningar er staðháttum á framkvæmdasvæði lýst og fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og aðrar áætlanir. Fyrirhuguðum framkvæmdum er lýst og mati á áhrifum þeirra á mismunandi umhverfisþætti. Fjallað er um kynningu og samráð og í lok skýrslunnar eru helstu niðurstöður matsins teknar saman.

Frummatsskýrslan hefur nú verið send til Skipulagsstofnunar til umfjöllunar og stóð kynning á skýrslunni yfir til 23. október 2017

Frummatsskýrslu og níu viðauka má nálgast hér:

Frummatsskýrsla 17 MB

Viðauki 1 Veiðimálastofnun; Vatnalíf 2,7 MB 
Viðauki 2 Hafrannsóknarstofnun; Vatnalíf - mb 1,2 MB
Viðauki 3 Náttúrustofa Norðausturlands; Fuglar, gróður, jarðfræði 3,0 MB
Viðauki 4 Náttúrustofa Norðausturlands; Andfuglar 3,1 MB
Viðauki 5 Verkís; Fuglar á strengleið 950 KB
Viðauki 6a Náttúrufræðistofnun Íslands; Gróður á strengleið 370 KB
Viðauki 6b Náttúrufræðistofnun Íslands; Gróðurkort, strengleið 16 MB
Viðauki 7 Fornleifastofnun Íslands; Fornleifar 19 MB
Viðauki 8 Fornleifastofnun Íslands; Fornleifar, strengleið 40 MB
Viðauki 9 Rannsóknarmiðstöð ferðamála; Ferðamál 3,9 MB

Opinn kynningarfundur um fyrirhugaðar framkvæmdir og efni frummatsskýrslu var haldinn að Kiðagili í Bárðardal, þann 25. september 2017.

Einnig er hægt að skoða nokkrar ásýndarmyndir úr frummatsskýrslu í betri upplausn hér.

Myndband af flugi yfir virkjunarsvæðið úr þrívíðu líkani. Í myndbandinu má sjá rennslið í farvegi í Svartár eins og það var þegar loftmyndatakan fór fram en rennslið verður minna eftir tilkomu virkjunarinnar. Í myndbandinu er fyrst og fremst verið að sýna hvernig mannvirkin koma til með að líta út. 

https://youtu.be/-izDTEWUq6g