Uppbygging við skíðaskálann í Hveradölum

Uppbygging ferðaþjónustu við skíðaskálann í Hveradölum

Hveradalir ehf. áforma uppbyggingu ferða- og útivistarþjónustu í Hveradölum. Til stendur að gera baðlón í botni Stóradals sem nýtir affallsvatn frá Hellisheiðarvirkjun og byggja við Skíðaskálann ásamt því að reisa gróðurhús með söluaðstöðu svo og þjónustuhús fyrir útivistarfólk. Ennfremur að setja upp skíðalyftu á sama stað og áður var í Hveradölum.

Fyrsta skref í ferli mats á umhverfisáhrifum er að framkvæmdaraðili vinnur tillögu að matsáætlun. Í áætluninni er fyrirhugaðri framkvæmd og framkvæmdasvæði lýst. Greint er frá helstu áhrifaþáttum framkvæmdarinnar og á hvaða umhverfisþætti verður lögð áhersla í mati á umhverfisáhrifum. Fyrirliggjandi gögnum er lýst og greint er frá frekari upplýsingaöflun sem nauðsynlegt er að ráðast í til að hægt sé að meta umhverfisáhrif framkvæmdar. Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og loks er farið yfir hvernig staðið verður að samráði og kynningu matsins. Drög að tillögu að matsáætlun ber að kynna umsagnaraðilum og almenningi, sem hefur tvær vikur til þess að koma á framfæri athugasemdum við tillöguna.

Upplýsingar um feril mats á umhverfisáhrifum má nálgast hér.

Drög að tillögu að matsáætlun vegna uppbyggingar við Skíðaskálann í Hveradölum má nálgast hér.

Athugasemdir við drögin má senda á umhverfismal@verkis.is, eða í pósti til

Verkís hf.,
b.t. Sigmars Arnars Steingrímssonar
Ofanleiti 2
103 Reykjavík

Athugasemdum skal skila eigi síðar en 18. mars 2019.