Vatna- og straumfræði
Vatna- og straumfræði
Verkís hefur komið að fjölda verkefna á sviði vatna- og straumfræði, sem snúa að útreikningum, rannsóknum og líkangerð tengdri hönnun og byggingu mannvirkja og mati á hættu.
Fyrirtækið hefur mikla reynslu af gerð ýmissa líkana s.s. til að meta og greina rennsli í ám, streymi grunnvatns, spá fyrir um sjávarföll, herma snjóflóð og reikna loftstrauma. Líkönin eru m.a. notuð við mat á útbreiðslu flóða, afrennsli, dreifingu mengunar í vatni og lofti, aurburði og setmyndun, íshrannarmyndun og greiningu pípukerfa.
Verkís býður upp á vöktun á rennsli vatnsfalla og stöðu grunnvatns. Meðal mælitækja fyrirtækisins eru straumhraðamælar og síritandi þrýstiskynjarar tengdir tölvum og símum.
- Sigurður Grétar Sigmarsson
- Vatnsauðlindaverkfræðingur / Viðskiptastjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- sgrs@verkis.is
- Hörn Hrafnsdóttir
- Vatnsauðlindaverkfræðingur
- Svið: Orka og iðnaður
- hhr@verkis.is
- Kristín Martha Hákonardóttir
- Byggingarverkfræðingur / Straumfræðingur Ph.D. / Hópstjóri
- Svið: Orka og iðnaður
- kmh@verkis.is
Þjónusta
|
Verkefni |