Ástandsmat og verðmat
  • Eldgos

ástandsmat og verðmat

Matsvinna er margþætt og kemur að flestum þáttum í þjónustusviði Verkís.

Á síðustu áratugum hefur fyrirtækið komið að og stjórnað vinnu við tjónamat eftir náttúruhamfarir. Umfang þessara verkefna hefur verið mismunandi og hamfarasvæði misstór. Hjá fyrirtækinu starfar hópur sérfræðinga sem hafa sérfræðiþekkingu af vinnu við tjónamat eftir náttúruhamfarir. Einnig hefur fyrirtækið komið að mati á tjóni á einstökum byggingum, t.d. eftir bruna og vatn hvort heldur er fyrir vátryggingarfélög eða tjónþola.

Þegar eigendur mannvirkja hafa hug á að láta meta verðmæti og/eða ástand eigna sinna býður fyrirtækið þjónustu sérfræðinga á þessu sviði. Verkefnin eru af ýmsum toga og er leitast eftir að vinna sé markviss og byggð á viðurkenndum aðferðum.

Susanne Freuler

 

Tengiliður:
Susanne Freuler - Matvælaverkfræðingur
suf@verkis.is

Þjónusta

  • Tjónamat eftir náttúruhamfarir
  • Tjónamat eftir bruna eða vatnstjón
  • Ástandsmats mannvirkja og búnaðar
  • Verðmat mannvirkja og búnaðar